Sæl öll sömul.
Ég er 26 ára gamall karlmaður og er að reyna að skreppa í ræktina 3-4 sinnum í viku. Ég tek lýsi og c vítamín á morgnana og markmiðið er að reyna að byggja upp vöðva og svo síðar að henda fitunni burt.

Málið er að meðan ég hef verið í þessu átaki þá verð ég veikur í annarri hverri viku. Getur það verið líkaminn minn sé ekki að höndla áreynsluna við lyftingarnar svo ég verð bara veikur.

Eða gæti þetta tengst lýisis og c vítamín notkun. Ég hef nefnilega tekið eftir því að þegar ég hætti að taka lýsi og c vítamín í 1-2 daga þegar ég hef tekið það samfleytt í um viku eða meira að þá verð ég oftar en ekki veikur.

Fæ þá oftast hita, kvef, væga hálsbólgu og beinverki.

Er ég einn í heiminum með þetta vandamál?
__________________________