Halló.

Nýlega hef ég byrjað að borða mjög hollt til að grennast og tóna mig verulega til. Ég hef verið að skokka í sundlaugina (1km) og syndi 2km á hverjum degi í um það bil mánuð.

Mig langar, hægt og rólega, að byrja að auka æfingarnar og fara í ræktina eða eitthvað því um líkt.

Vandamálið er að ég hef ekki nógu mikla orku í þetta og mig langar í eitthvað sem ; hjálpar mér að brenna hraðar, gefur mér kick og orku og byggir upp vöðvana.


Ég er noob þannig að ég veit ekki hvað er best að nota en þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur fer ég all-in og vill sjá árangur helst í gær!

Svo spurningar mínar eru;

- Hvað notið þið?
- Hvar fæst það?
- Hvað gerir það fyrir ykkur?

Herbalife er big no no .

Endilega deilið :)

Takk takk.