Sælir kraftakallar
Ég er 17 ára drengur sem hefur verið að vesenast seinustu 4 mánuðina i ræktinni án árangurs, ég var i kringum klukkutíma á dag i tækjunum, 5 daga vikunnar. Ég veit i raun voða lítið um vaxtarækt og fitness þannig að mér datt i hug að spurja ykkur, hvernig rútínu mælið þið með fyrir mig?
Ég er 66 kíló og 5% prósent fita og þarf virkilega að þyngjast og massa mig aðeins upp i leiðinni, markmiðið er að ná 70 kíló til að byrja með. Getur einhver gefið mér góða rútinu til að prófa?