Sælir

Eftir næstum eins árs pásu frá ræktinni, hef ég bætt á mig smá, og dottið úr öllu formi sem ég var í áður og langar til að bæta það upp..

Þannig er mál með vexti að ég er með fínasta program, en vantar bara smá hjálp með mataræðið.

Var að spá hvort protein sé málið til að grennast og brenna, og hvort það sé ráðlegt að drekka mikið af vatni á hverjum degi. Ég er allveg þó nokkuð duglegur að brenna í ræktinni, hleyp í sirka 20mín, með spretti, skokki, létt skokki og sprett ogsvfrv, eftir teigjurnar skelli ég mér í sund og syndi sirka 1000metra.

Hvað finnst ykkur, protein eður nei?

Og er pasta, núðlur og allt það allveg tabboo, eða leyfilegt? :)