Ég hef verið að skoða mikið af efni tengt líkamsrækt, og guð minn góður hvað er til mikið af því. Afhverju er ekki bara til ein uppskrift af því hvernig á að verða fit og flottur? Hehe, segi svona. En samt án gríns.
Frekar sterkbyggður og stór líkami, 182 cm og 88 kg. Hugsa að ég mætti alveg við því að droppa niður í svona 80 kg, er með svolítið utan á mér. Sækist mest eftir því að vera bara í góðu formi, ekki eitthvað ofur pumpaður. Er einhver hérna sem getur gefið mér spark í rassgatið og gefið mér góð ráð?