Vitið þið hvort eitthvað casual verkjalyf geti komið í veg fyrir að maður vakni útfrá verkjum vegna ristilkrampa? Eða minnki verkina. Er að drekka Treo núna, skilst það sé gott verkjalyf en hef ekki hugmynd um hvort það slær á miiiikla verki.

Vaknaði í morgun kl. 8 með svo heiiiiftarlega samdrætti að ég ældi næstum því, lá svo bara inná baði á gólfinu emjandi úr sársauka og gat ekki staðið upp til að fara uppí rúm fyrr en eftir svona tíu mínútur. Fékk þónokkra samdrætti sem stóðu yfir í svona mínútu sennilega, gekk yfir á 2 tímum.

Finnst eins og þetta muni endurtaka sig og ég vil ekki vakna aftur í svona sársaukaviðbjóð og vil helst reyna að koma í veg fyrir þetta. Any ideas? Og haldiði að Treo virki á svona magadrasl?