Ég held að ég gæti átt við matarfíkn að stríða. Ég get borðað og borðað þó svo að ég sé ekki svöng. Ég hef enga stjórn á þessu, ég borða alltaf óhollt t.d. kex og svoleiðis rusl í staðinn fyrir að borða ávexti eða eitthvað hollt. Hvað get ég gert til þess að stjórna þessu og koma í veg fyrir að ég verði feit? Gæti hjálpað að halda matardagbók?
Ég er ekki í offituflokki eða neitt þannig ég er bara í kjörþyngd en veit að með þessu áframhaldi þá kemst ég í offituflokkinn.
Endilega þeir sem hafa reynslusögur deila þeim! :)