http://www.hugi.is/heilsa/threads.php?page=view&contentId=6415772

Hverjir af þeim sem svöruðu þarna stóðust sín markmið? :P

Við getum svosem sagt að mitt ár hafi bara verið flopp en mín markmið voru :

Bekkur: 120
Réttstaða: 180
Hnébeygja: svona 160

en ég tók á þeim tíma 95 í bekknum, 150 í dedd og 130 í beygju.

Þetta byrjaði vel hjá mér í réttstöðunni en ég var kominn í 170 snemma í mars. Svekk að ég hef bara ekkert maxað síðan, veit ekki einu sinni hvort ég taki 180 núna.

Í bekknum tók ég ekki 100 fyrr en um páska og hef ekki heldur maxað þar síðan ! Er að pumpa 80 3*8 atm samt.

Í hnébeygju tók ég 160 um sumarið, þó ég efist um að það hafi verið lögleg lyfta, en ég held ég hafi ekki farið alveg í 90 gráðurnar. Tók síðan 150*3 núna um daginn og er að pumpa 125 3*8 atm.


Megið líka taka fram hversu stóra hluti þið ætlið að gera fyrir áramót þessa árs og síðan getum við aftur gáð að því hvernig fór eftir tæpt ár :)
Áttu njósnavél?