ég veit að það eru örugglega meira en 100 svipaðir þræðir hér en ég bara virkilega þarf smá hjálp því svefnleysi mitt er farið að bókstaflega hafa áhrif á allt hjá mér!!!

ætla ekkert að hafa þetta langt, þannig er það að svefnleysi hefur hrjáð mig frá 12 ára aldri, ég er búin að reyna allt til að laga svefninn, fara sofa kl. 10/11 eða 12, slökkva á tölvuni miklu fyrr, lesa uppí rúmi í nokkra tíma, borða mat sem á að hafa e-h áhrif. ekkert virkar!!!
þoli þetta ekki lengur, er í jólaprófum núna og of lítill svefn hefur gríðarleg áhrif hvernig ég undirbý/og stend mig í prófunum ;S

þannig held að svefnpillur séu eina lausnin, samt í vafa:/

e-h hér sem hafa reynslu að svefnpillum og eru til í fræða mig aðeins um kosti og galla þeirra? :)
þarf að fá lyfseðil fyrir svefnpillum?