Ég er að lyfta ansi þungt og er að reyna bæta á mig 5 kílóum af vöðvum, en á sama tíma langar mig líka að vera vel skorin, sem er í rauninni ekkert rosa vandamál, og vera meða gott þol, en ég var að pæla hvort það myndi brenna/brjóta of mikið niður ef ég færi út að skokka/hlaupa af og til?

Er þar að auki 80 kíló, búinn að lyfta í næstum því ár, og mér finnst andlitið á mér vera alltof þybbið eða “mikið” eftir lyftingar, einhver ráð? Er alls ekki feitur/þybbinn eða nálægt því, en andlitið á mér mætti alveg virka grennra.