Ég er með einhverja leiðinlega flensu (ekki H1N1). Það væri ekki neitt vandamál en ég er að fara til útlanda og verð líklega ekki búin að jafna mig þá.

Ég er búin að vera að lesa um inflúensu en ég sé hvergi hvenær ég ætti að vera hætt að smita. Er það ekki bara um leið og maður er hitalaus? Eða nokkrum dögum eftir að einkenni birtast? Ég er búin að vera eitthvað slöpp í viku en varð ekki veik fyrir alvöru fyrr en í gær og ég flýg út eftir 2 daga.

Svo er annað sem ég hef áhyggjur af. Ég er ekki mikið slöpp lengur en ég hósta mikið og það heyrist hljóð (svona hryglur) í öðru lunganu þegar ég anda. Ætti ég að hafa áhyggjur af þessu?

Ég veit að ég ætti bara að kíkja til læknis, en ég veit alveg að svarið sem ég fengi væri að ég ætti að hvíla mig heima og ekki að æða út í lönd, svo það er alveg óþarfi að vera að fara nema ég sé viss um að ég sé ekki fær um að fara … Ég vil ekki sóa útlandaferð …

Ég vona að einhver hafi einhver svör :)




Bætt við 27. júlí 2009 - 21:16
Óþarfi að fara til læknis nema ég sé viss um að ég sé ekki fær um að fara út*
Maður ætti oftar að líta yfir það sem maður skrifar :P