Þannig eru mál með vexti að ég byrjaði að lyfta fyrir 1-2 mán og verð 17 ára í næsta mánuði. Var með þessa hræðslu yfir því að missa af einhverjum cm með því að byrja of snemma þannig að ég byrjaði svona seint.

Fékk prógramm frá fólki í WC og fylgdi því eftir í mánuð, er núna búinn að skipta í tvískipt prógramm og er það svosem alveg ágætt. En félagi minn sem að er reyndar talsvert eldri en ég var að mæla með e-h prógrammi sem að hann fékk frá einhverjum reyndum og sendi það til mín. Það kallast Tri Phase Vol2.. var að spá hvort að einhver kannaðist við það og gæti sagt mér frá því…

En annars er ég að æfa körfu (frí núna) og hef verið slæmur í hnjánum með Jumpers Knee og eitthvað í bakinu en voða lítið samt uppá síðkastið, finn samt eitthvað til. Hvaða æfingar á ég að gera til að bæta stökkkraftinn, styrkja bakið og hnén? Án þess að finna til! Smá vesen en hef verið að lesa í gegnum pósta hérna og sé að það er hellingur af fólki hérna með reynslu og vitneskju en það hef ég ekki… :( öll svör eru vel þegin!