Ég er að pæla hvað er best að borða bæði rétt fyrir (~60mín) og rétt eftir æfingu.

Þetta hérna er það sem ég hef heyrt talað um eða lesið. (endilega leiðréttið þetta ef þetta er algjör vitleysa)

Fyrir æfingu:
Flókin kolvetni og lítið (helst ekkert) af protíni)

Eftir æfingu
Einföld kolvetni og prótín í hlutföllunum [kolvetni] 3:1 [prótín].


Svo væri osom ef þið gætuð komið með tips um bæði flókin og einföld kolvetni t.d. eins og hafrar (sem eru flókin) og hvað þið almennt étið fyrir og eftir æfingu.

Að lokum langar mig að vita hvort Hveitikím sé ekki örugglega flókin kolvetni. Annars mæli ég með þeim enda eru þetta (per 100g) 20g kolvetni (þar af 14g trefjar) , 27,5 grömm prótín, 11g fita (mjög ríkt af omega 3 og öðrum hollum fitum)