gott kvöld hugarar, ég hef átt ósköplega erfitt með að þyngja mig sama hvað ég ét, ég hef reyndað svindlað á mér sjálfum með að sleppa morgunmat og kaffi kl 4 oftast og fengið mér bara gainer í staðin og sleppt mati.

Ég hef verið að gera það sem venjuleg óvit manneskja myndi gera og háma allt í mig. t.d:

Gainer 1200kal + liter af ís + 4 brauðsneiðar ost + skinnka + núðluréttur í kvöldmat.

Og stundum meira en ég skil samt ekki afhverju ég þyngist ekki rassgat, eina vikuna er ég 81 kg og hina 83 og hina 80kg.

Ég hef minnkað brennsluæfingar eða alveg hætt þeim og er fyrst að snúa mér að þyngri og fleiri settum ( Tek superset í öllu núna og er að prufa það)

En markmiðið er að ná að búlka mig upp og þyngjast uppí 88kg eða þar í kring.

Svo mig bráðvantar tip um að þyngjast og hversu langan tíma það gæti tekið að þyngjast um 4-5 kg.

Vona eftir góðum svörum og reynslu sögum.

p.s. ég lét þetta ekki í “hollustu” umræðuna þar sem það er alls ekki hollt að éta og éta. ;)