ok, ég er alltaf að heyra svo mismunandi um hvað fjöldi endurtekninga er að gera fyrir mann.

Hvort er betra fyrir mig að taka 4 - 8 reps eða 10 - 14 ef að ég vill stækka og þyngjast sem mest? Og hversu mörg sett væri þá best að vinna með í samræmi við það?

Er allavega að útbúa þrískipt prógram (1.brjóst & þríhöfði, 2.fætur & axlir, 3.bak & tvíhöfði)
Markmiðið er eins og áður segir að stækka og þyngjast, er samt orðinn þónokkuð vanur í lyftingunum, þannig þarf ekki byrjenda prógram.