Mér var sagt að þegar maður tekur inn stórann skammt af fæðubótarefni (tökum sem dæmi gott og dýrt mysuprótín) þá nýtir líkaminn ekki nærri allt prótínið því hann er hvorki vanur svona stórum skammti í einu eða veit hvernig hann á nákvæmlega að brjóta allt niður í einu og nýta.

Þannig að mér var sagt að smá kanill með myndi hjálpa líkamanum að brjóta niður prótínið og vinna úr. En ég hef ekki fundið neinar greinar um þetta á netinu. Einhver sem veit um eitthvað eða vill gera lítið úr þessari kenningu ?