í dag akkurat eru 20 dagar hjá mér í keppni (fegurðarsamkeppni) .Ég geri mér grein fyrir misjöfnum skoðunum fólks á slíku og er ekki hingað komin til að fá álit á þeim.
Hins vegar vanntar mig ráð. Ég er 170 cm og 54 kg, e-ð í kringum 19% í fitu( fór í mælingu fyrir viku). Ég fór að hugsa hvernig best væri fyrir mig að nota þessa síðustu daga fyrir keppni. Ég hef verið að stunda ræktina stíft síðastliðin 2 ár ( fer amk 5 sinum í viku) og þessa dagan fer ég á hverjum degi. Mig langaði til að vita hvað ykkur findist að ég ætti að gera. Mig langar til að skera mig aðeins niður ef það er einhver möguleiki. ég fer einu sinni á dag núna og skiptist á að brenna klst einn daginn (hleyp nokkuð hratt,stigatæki,skíði og hjól) og síðari daginn hita ég upp í 20 min,geri æfingar sem tekur kannski hálftima og reyni svo að brenna í 40 min. Ætti ég að fjölga ræktarferðunum upp í 2 skipti á dag? og taka þá brennslu alltaf í annað skiptið? ætti ég að hætta alveg að “lyfta” núna? Og hver er þá besta leiðin til að brenna? á ég að hlaupa stanslaust t.d á level 10,5 eða á ég að skiptast á að labba og hlaupa? einhverstaðar las ég að það væri best að hlaupa eins hratt og maður gæti í 20 sek og taka alltaf 10 sek hvíld á milli..

ég held að maturinn sé í lagi hjá mér.. er með prógramm frá næringarráðgjafa.. ekkert nammi,ekkert brauð,,ekkert gos o.s f.v.. þetta týpiska, skyr,hrökkbrauð,hafragrautur,kjúklingabringur..
En hvernig ætti ég að haga mataræðinu síðustu dagana fyrir keppni?
Æ ég er á e-ð voða miklu panikki núna.. Langar aðeins til að skera af lærunum þó svo að einhverjir vöðvar þyrftu að fjúka. mér finnst ég með óþarflega mikið magn vöðva miðað við þær keppnir sem ég hef horft á.
Annars veit eg svo lítið um þetta. Allir á leið í trimmform fyrir þetta,en ég hreinlega trúi ekki á svoleiðis quik easy lausnir.
Á ég mér einhverja von eða? það er svo stutt eftir..