ég er búin að vera rosalega veik í maganum alltaf. en fékk skyringu á því hvað það var 12.11.08. Er núna í eftyrliti. ég verð sprengt upp eftir nokkra daga, til að springa steininn. Þetta er nyrnasteinn, steinninn er 1cm.
vonandi verða veikindin hjá mér úr sögunni þegar steinninn er farinn. Algnegasti aldurinn að fá nýrnastein er 30 - 60 ára. en ég er bara 22ja ára.
Nýrnasteinar eru talsvert algengur sjúkdómur og má gera ráð fyrir að einn af hverjum 100 fái óþægindi af slíkum steinum einhvern tíma á æfinni. Nýrnasteinar eru um fjórum sinnum algengari hjá körlum en konum.
Sjaldnast finnst nokkur orsök og er líklegt að þar spili saman erfðir, mataræði og fleira.
Nýrnasteinar myndast oftast í sjálfum nýrunum, losna þaðan og berast niður eftir þvagleiðurunum og niður í þvagblöðru. en í mínu tilfelli er hann svo stór að ég get ekki losnað við hann með þvagi.
Oftast ganga nýrnasteinar niður af sjálfu sér en ef það gerist ekki verður að hjálpa til, stundum er hægt að sprengja þá með hljóðbylgjum sækja þá í gegnum þvagrásina eða með skurðaðgerð.