Okei, ég veit að það séu kannski nokkrir búnir að búa til eins kork - en ég vildi sjálf gera minn eigin, en var reyndar ekki viss hvar hann ætti heima þannig að ég setti hann bara í hreyfingu.
Jæja,
þegar þið farið í skóla, vinnu, búðina eða bara e-ð, labbið þið, keyrið þið eða takið þið strætó ? Og hvað kostar það ykkur oftast ?

Sjálf tek ég oftast strætó í skólann því það er frítt fyrir alla á Akureyri að taka strætóinn, en samt hjóla ég og labba líka. (Ég er í öðrum skóla en ég ætti að vera í miðað við hvar ég á heima) En svo ef ég fer í búðina eða þess háttar fyrir mömmu, þá labba ég því ég á eiginlega heima við hliðina á Bónus og rétt fyrir ofan Glerártorg. Svo reyni ég bara að labba/hjóla og taka strætó sem mest ;)