Ok, ég er 13 ára drengur 173-4 cm og 71 kg, ég er ekki í mjög góðu formi, hef alltaf verið þungur en er ekkert spikfeitur. Bara smá utan á mér. Það er málið, ég vil losna við þetta “smá” og byggja mig betur upp og fá flottari líkama. Var að spá í að byrja bara að taka mataræðið í gegn og borða hollara (er að borða frekar mikið af óhollu á daginn og frekar mikinn sykur).
Gætuð þið bent mér á eitthvað sniðugt plan eða eitthvað yfir daginn sem er hollt, þarf ekki að hafa ofsalega mikið fyrir eða eitthvað og ekki mjög dýrt? Er eitthvað sem ég ætti að forðast og/eða eitthvað sem ég ætti að sækjast eftir/leggja áherslu á að fá? Endilega reyna að koma með svör og ég nenni ekki að fá einhver skítköst, ég hata skítköst ;)