Getur einhver sagt mér gott byrjendaprógram í ræktini?
Ég er sirka 48-50kg eða nálægt því og 158,5cm á hæð.
Ég veit að 48-50 kg og 158,5 er alltof lítið :P, en ég var að hugsa… ég á ekkert að vera að nota einhvern gainer eða einhvað er það?
Er það ekki bara einhvað sem maður notar þegar maður er orðinn miklu stærri? :P

Og það var einhver sem sagði að þar sem ég er að æfa box og tek það mjög “alvarlega” þá á ég frekar að nota lóð heldur en tæki :S, er það rétt?

Og að lokum, ef að þið gætuð útskýrt hvernig ég á að gera æfingarnar eins og t.d. róður, (eða bara segja hvað það þýðir á ensku svo ég geti fundið myndband af því :P) væri væri það frábært.

Takk kærlega :)