Sælir kæru Heilsuhugarar!

Síðan ég byrjaði að veita /Heilsu athygli beindist athygli mín mikið að myndunum sem eru sendar hér inn.

Mestallt sem hefur verið sent undanfarin ár hafa verið myndir af rosalegum lyftingaköppum, t.d. D Jackson og R Coleman.
Ég veit vel að þetta eru rosalegir kappar, og að ná upp svona vaxtarlagi er enginn barnaleikur…

…Það er samt einnig vitað að þetta eru menn sem nota stera til að hjálpa sér til að byggja upp.

Þetta áhugamál heitir /Heilsa. Er, að ykkar mati, heilsusamlegt að notast við stera?
Þessi þráður var alls ekki gerður með það í huga að dissa þá sem upphlaða myndum af mönnunum eða þá sem hafa mikinn áhuga fyrir vaxtarrækt, aðeins til að fá að heyra í ykkur. =)


Með kveðju,
Forvitni gaurinn