Ég hef verið að lyfta svolítið með millibilum í vetur og er kominn á þétt prógramm núna.
Hef ekki verið að taka inn nein fæðubótarefni, hef bara borðað & borðað.

Spá í að skella mér á kreatín, var að skoða t.d. Creatine Nitrate3 Fuel frá TwinLab eða BSN CellMass, mælið þið með því eða einhverju öðru? Og hvað er orðið betra við þessa þriðju kynslóð, vatnast ekki & þarft ekki að hlaða? sem hefur reyndar aldrei þurft.

Svo var ég að spá í kreatín & áfengi, er maður eitthvað að fokka öllu upp ef maður er að fá sér áfengi nokkrum sinnum meðan maður er á kreatíninu?

En með próteinið, þá fæ ég nóg prótein úr fæðunni, mundi Whey Protein þá ekki aðalega nýtast mér sem blanda með banana eftir æfingu, ef ég væri að fara útí að kaupa það?