ÝMISLEGT TENGT LÍKAMSRÆKT OG FÆÐUBÓTAREFNUM.

Hér mun ég setja inn tengla á greinar tengdar öllu sem við kemur líkamsrækt, mataræði og fæðubótarefnum.

Margar æfingar
Samanburður á próteini
Kreatín
Glútamín
Whey Protein
Beta-alanine
Átta mínútna morgunþrek
Virk umræða um líkamsrækt og fæðubótarefni
Koffín

Ég ýti á Kreatín og kemur heimasíða EAS upp:
http://www.eas.is/?item=193&v=item

Þar er lofað Kreatín og sagt að það er skaðlaust og engar rannsóknir hafa sýnt á skaðsemi kreastíns.
Kreatín er það fæðubótaefni sem hefur verið mest rannsakað og hafa sýnt hjálpsemi sem stunda íþróttir sem aðal álagið stendur yfir á innan við 60 sek.. Ég hef ekki séð neina rannsókn, heyrt eða lesið um hjálpsemi kreatíns í “löngum íþróttum” (s.s. langhlaup). Lang flestar rannsóknir hafa verið gerðar á fullorðnu fólki en ekki fólki undir 18 ára og er þá ekki almennilega vitað um skaðsemi fyrir ungt fólk en á síðunni er notað tækifæri og ýjað að því að það er skaðlaust.

Mér finnst mjög asnalegt að stjórnendur áhugamálsins setja þennan link á grein eftir söluaðila (allavega hef ég aldrei séð söluaðila tala ílla um sínar vörur!). Ég ætla ekki að segja að það er lygi í þessari grein heldur að það vantar ýmsar upplýsingar og er ekki hægt að taka mark á svona grein þar sem hún er ekki hlutlaus. Þar sem það er engin grein (ég finn allavega enga svo þið meigið benda mér á ef það er) er kannski næsta verkefni stjórnenda að búa til grein eða eru þeir svo vanhæfir að gera það ekki, eins og þeir benda á ekki óháða grein um kreatín frá söluaðila!

Svo eru rosalega margir að spurja um kreatín í korkum og þá væri hægt að benda á óháða grein, en stjórnendurnir benda ekki á óhaða grein heldur háða!