Jæja nú er hnéð orðið slæmt aftur :@

Þannig er það að ég var slæmur í hægra hnénu fyrir einu og hálfu ári og lýsti það sér í sársauka við að stíga í fótinn eða beygja hann mikið.

Ég byrjaði á því að nota teygjusokk frá Nike sem hjálpaði mér að ná bata ;)

Nú einu og hálfu ári seinna er verkurinn kominn aftur (vegna þess að ég var að gera eitthverjar kjánalegar þrautir, beygja sig alla leið niður á annari löpp).
Ég byrjaði að hvíla hnéð í viku- 2vikur en þegar ég sá að það virkaði ekki varð ég að fara hreyfa mig svo ég byrjaði bara að nota Nike sokkinn þegar ég var að hreifa mig eitthvað að viti, en samt bara svona létt, körfubolta með félögunum og eitthvað álíka.

Nú er ég búinn að vera slakur og taka lítið sem ekkert á í hnénu og verkjar enn þegar ég fer að gera eitthvað annað en að ganga :(
Nú spyr ég ykkur getið þið bent mér á eitthvað sem gæti styrkt hnéð á mér svo þetta komi ekki alltaf aftur og til að þetta hætti sem fyrst, eða er svarið bara fara til læknis?

En þótt að svörin verði kannski frá flestum að fara til læknis þá myndi ég þyggja léttar styrktar æfingar ;)


Takk fyrir Keli

Bætt við 5. mars 2008 - 18:27
Þegar ég segist ,,búinn að vera slakur og taka lítið sem ekkert á" þá meina ég í mánuð.