Mig langar að tala um eitt hérna sem fólk misskilur svo hroðalega mikið að það er hreynlega farið illilega í taugarnar á mér.
Og það er kannski það sem titillinn bendir á en það er um heilsu og „óheilsu“.
Mig langar bara að fá að vita hversvegna fólk þarf að vera mjótt til þess að vera með góða heilsu. Það hreynlega er ekki satt. Fólk getur allveg eins verið svakalega útblásið af fitu en vera með bestu heilsu sem hægt er að finna. Á meðan mjó manneskja sem kannski hefur lifað allt sitt líf í svakalegri heilsu.
Eins og til dæmis að feit manneskja sem kannski stendur í -7 stiga kulda með annari manneskju sem er vel mjó og í svakalega góður formi sem er að krokkna úr kulda getur þessi feita manneskja allveg eins verið á stuttermabolnum og í stuttbuxum.

Svo er líka, afhverju eru ekki gerð tískuföt á feitt fólk. Afhverju þarf feitt fólk alltaf að þjást af því að vera of feitt og geta ekki keypt sér föt eins og allir þeir sem eru mjóir þurfa allir að vera mjóir? NEI ekki endilega það er lika stundum gott að vera feitur en það eiga lika ekki allir að vera mjóir. Það komast ekki allir af án fitu. Hvar stendur það í lögum að fólk á alltaf að vera mjótt og með bestu heilsu? Það er eins og fólk meigi ekki vera feitt. Eins og eitt tilvik sem kom fyrir mig, þegar ég var í grunnskóla var gert svo mikið grín að mér fyrir að vera feitur og ekki eins og hinir sem voru mjóir og í vinsæla hópnum, það endaði bara með því að ég lagðist í þunglindi og drap mig næstum því.

Svo er það alltaf að það er í fréttum að fólk sem er of feitt eigi að fara í megrun og reyna að koma sér í form því offita á að geta valdið krabbameini. Það bara ekki rétt því nú til dags getur allt ollið krabbameini. Svo er það sem verið er að auglýsa t.d. í Vörutorgi þessi prótín drykkur, API WHEY. Þetta er ekki hollt, sama hvað fólk segir. Þetta drepur maga sýrur og eyðileggur magann.

Þannig það síðasta sem ég spyr, afhverju þurfa allir að vera mjóir? Afhverju má fólk sem vill vera feitt ekki bara vera feitt? Hvað er svona slæmt við það?

Og ég bara byð ykkur ekki koma með það bull að offita geti ollið hjarta og æðasjúkdómum og það kjaftæði, mikil íþrótta yðkun getur allveg eins valdið hjarta og æðasjúkdómum.
With the warmth of your arms you saved me, I'm killing lonelieness with you