Ég er svona að reyna að breyta mataræðinu aðeins. Minnka pizzur og skyndibita og reyna að borða hollari mat. Ég er búin að lesa hér um að maður eigi að borða þetta og hitt, en ég veit því miður voða lítið í hvers konar fæðu þessi hollusta er í. Þannig mig langar að vita hvers konar matur er innihaldsríkur af t.d., prótín, kolvetni og trefjar.

Ég er alls ekki að biðja ykkur að finna e-ð sem er með þetta allt saman! Bara hvað er prótínríkt og hvað er trefjaríkt t.d. þannig að ég hafi ágætis hugmynd um hvað ég ætti að éta ef mig vantaði prótín eða kolvetni. Einnig væri gaman ef einhver lumaði á einhverjum sniðugum máltíðum eftir æfingar.

Og eitt enn, hvað er svona frábært við trefjar, hlítur að vera hollt fyrir mann, right? :P
Undirskriftin mín