Ég var að pæla hvort að það er slæmt eða gott fyrir mann, ef að ég fer t.d, segjum í dag, kl 2 í ræktina, verð í 1 og hálfan - 2 tíma, fer svo heim að hvíla mig, svo 2 tímum seinna, eða kl 6, færi ég á körfubolta æfingu, og hleyp og hleyp þar í kannski 1 og 1/2 tíma. Ef ég er að lyfta núna, hvíli mig síðan í klukkutíma, og fer síðan að brenna, er ég að græða eitthvað? Eða er best að taka alla dagshreyfinguna í einni törn? Er mikill áhugamaður á hreyfingu, æfi bæði box og körfubolta, fer líka reglulega í ræktina, eða reyni að fara tvo daga í röð, hvíldardagur, lyfta 2 daga í röð, koll af kolli. Langar líka að vita ef að ég vil massast upp, þarf ég að lyfta mjög hart? Ég reyni alltaf að gera hverja æfingu þannig að ég finni fyrir sviðanum, og oftar en ekki er ég það þreyttur að handleggirnir virðast þyngri en venjulega. Endilega svara báðum pælingum ^^

Bætt við 16. janúar 2008 - 20:30
Eitt enn sem ég vil bæta við, alltaf eftir að ég lyfti með handlóðum, þegar ég kreppi tvíhöfðann, eða beygi handlegginn hægt, fæ ég þessa pirrandi ertingu í olnbogann, á olnboganum en finn fyrir þessu smá í efsta hluta framhandleggsins. Any1 sem hefur upplifað þetta og veit hvað er að?:S