Geðheilsa á heima hér, ekki satt?
Allavega var ég að spá, ef þið vissuð, hefðuð reynslu eða eitthvað.

Segjum sem svo að ég sé ekki ánægð með þá manneskju sem ég er.
Virka kannski góð manneskja utan frá, frá annarra sjónarhorni. En það sem er fyrir innan er það sem ég vil ekki, eitthvað sem mjög fáir (ef einhverjir) fá að komast nálægt.

Allavega er þessi innri partur bara með vanlíðan, fáránlegur og óþarfa hugsanir, þarfir og langanir, kvíða, áhyggjur og annað sem skemmir allt gott sem ég kemst nálægt. Og ég virðist ekki geta stoppað það eða stjórnað.

Svo nú var ég að spá, gæti ég fengið sálfræðing til að hjálpa mér?
Hef farið tvisvar til sitt hvorar manneskjunar, og þær voru meira að einbeita sér að því að sætta sig við það sem er, og hjálpuðu lítið.
Ég þarf ekki hjálp við að sætta mig við þetta, mig langar að breyta þessu, laga þetta.

Ef það er hægt hjá sálfræðingi, þarf ég þá að vera búin að skrifa niður allt sem ég vil breyta og laga andlega og þylja það upp? Eða er nóg að mæta bara, setjast og bíða eftir að hann finni það út? :/

Veit þetta er ekki virkasta áhugamálið. En ef þið hafið einhverja reynslu, vitneskju eða hugmyndir, þá endilega deila :).
=)