Góðann daginn.

Ég hef verið að æfa nokkuð reglulega síðustu árin en aldrei náð neinum gríðarlegum árangri! Nú hef ég verið veikur í maga í soldið langan tíma og er búinn að horast niður. Á mjög erfitt með að byrja að borða aftur og er frekar orkulítill.

Hvað myndu þið ráðleggja mér að borða til að henda á mig 5-10 kílóum svona til að hafa e-ð að vinna úr í ræktinni? Matarlystin er ekki sú besta og þess vegna þyrfti ég sem orkuríkast fæði til að byrja með. Er í skóla í Danmörku og hef því takmarkaðan aðgang að skyri en get þó fengið það í einhverjum búðum. Er það málið að borða skyr? Eins á ég það til að gleyma að borða og þess vegna gæti það reynst mér erfitt að borða á 2-3 tíma fresti. Stilla klukku?

Hversu oft í viku ætti ég að lyfta? Þungt sjaldan, létt oft?

Fyrirfram þökk