Málið er að ég hef mjög gaman af því að spila fótbolta, þó ég sé enginn snillingur í þeirri ágætu íþrótt. Þurfti að velja og hafna á milli fótbolta og fimleika þegar ég var yngri og ég valdi seinni kostinn.
En það er bara svo gaman að spila fótbolta og æðislegt að fá svona góða útrás.
Þannig að ég var að spá hvort þið vissuð um hvort það sé hægt að æfa fótbolta fyrir öldung eins og mig … Ég er bara að leita að því að æfa fótbolta að gamni mínu, ekki með það að markmiði að keppa og eitthvað svoleiðis, ekki endilega… Ég veit allavega að ég gæti aldrei komist í meistaraflokk.
Ég finn til, þess vegna er ég