Það er búið að vera gaman að lesa í gegnum þennann kork og sjá stað á huga þar sem fólk virkilega gerir sitt besta til að svara spurningum sem það fær.

Þess vegna langar mig til að leggja fram nokkrar spurningar til ykkar alfróðu :)

Ég er að byrja núna fyrst alminnilega í líkamsrækt, var að kaupa mér árskort og stefni að því að æfi ca. 5 sinnum í viku. Ég hef heyrt mikið um hvað mataræði sé mikilvægt og þess háttar, en veit lítið sem ekkert um þau mál.

Prótín og kolvetni eiga víst að spila mjög stórann hluta í heilsusamlegu mataræði, en ég veit ekkert hvar ég fæ þau efni sem ég þarf á að halda, eða úr hvaða mat. Mataræði mitt er og hefur verið nánast eingöngu brauð með osti (fyrir utan kvöldmat) í mörg ár og þó veit ég ekkert hvað er í því.

Það væri frábært ef einhver gæti bent mér á hvaða efni líkaminn þarf þegar ég er í svona nokkurskonar átaki og hvaðan ég fæ þau.

Ég drekk líka þó nokkra lítra af bjór hverja helgi og margir hafa sagt mér að það eyðileggi bara allann árangur sem maður hefur fengið yfir vikuna í ræktinni.. Er alveg tilgangslaust fyrir mig að mæta í ræktina ef ég vill halda áfram að skemmta mér duglega yfir helgina?

Annars hef ég ekkert rosalegt markmið með þessu, aðallega bara að koma mér í aðeins betra form, ég stefni ekki að því að verða ‘helköttaður’ eða rosalegur massi. Hef bara gott af smá hreyfingu miðað við vinnuna sem ég er í.

Að lokum væri líka gaman að vita hvað ég gæti gert við bakið á mér.. Ég er frekar hávaxinn og hef alltaf átt í vandræðum með bakið á mér, með verki og þess háttar, verð þreyttur í því þegar ég stend beinn of lengi og fæ oft verki eftir að fara í líkamsrækt. Einhverjar hugmyndir af hverju þetta er og hvernig væri hægt að laga þetta?
Kv.