Hæhæ

Með komandi hausti ætla ég að skella mér í heilsuátak og byrja að hreyfa mig almennilega og reglulega. Markmiðið mitt er að grennast um nokkur kíló og einnig væri ekki slæmt ef líkaminn minn yrði stinnari. Ég er lágvaxin og alls ekki feit, en ég mætti alveg vera betur vaxin, t.d. mætti maginn vera minni og rassinn og lærinn stinnari.

Málið er að ég er ekki viss um hvernig hreyfingu ég ætti að velja mér.

Ég væri mjög mikið til í að læra einhvern dans í Kramhúsinu, mér finnst það mjög spennandi en ég er ekki viss um hvort ég myndi brenna nóg þar.

Svo er ég líka að spá í átaksnámskeiðinu í World Class.

En Bootcamp vekur smá áhuga minn. Þarf maður að vera í einhverju uber góðu formi til að stunda það?

Öll góð ráð mjög vel þegin :)
Ég finn til, þess vegna er ég