Hann er hollari en kók meðan þú ert ekki að drekka hann og innbyrða fleiri vítamínbætta fæðu í of miklu magni. Það eru einhver fituleysandi vítamín (eða var það vatnsleysandi?) í þessu, sem safnast upp í líkamanum og geta á endanum orðið hættuleg. Þess vegna var einhver umræða um það þegar þetta kom fyrst á markað um að börn ættu ekki að drekka of mikið af þessu (minnir mig, fyrirgefið ef ég er eitthvað að ruglast).
Svo er náttúrulega það nýjasta, Berg-toppur, sem ég er alveg að fíla í botn. Einfaldlega vatn með sítrónu- eða skógarberjabragði. (Eða þá að maður býr þannig til heima, sem er ódýrara). Ég mæli með því :)