Ég er 16 ára gamall og er um það bil 110 kg. í mörg ár hef ég reynt að bæta lífsstíl minn, en það endar alltaf sem vonlaust, ég er ekki svo feitur, en ég er með svona kúlu á maganum, eins og gamlir karlar hafa sem er frekar ógeðslegt miðað við það að ég sé bara sextán ára. mér líður mjög illa þegar ég borða. ég hata óhollan mat. oft er ég að eyða heilu mánaðarlaununum mínum í Mat, og sælgæti. ég reyni að borða hollan mat með og ganga mikið. en það er ekki nóg, ég þarf að taka allt óhollt út. mér hefur tekist að hætta að borða nammi, en ég brenni svo hægt. svo gerist það bara einn daginn að ég dett í það. kanski er ég búinn að hætta í 2 mánuði, og búinn að missa kanski 5 kg. en ég er með þannig líkama að hann er mjög fljótur að bæta á sig aftur. ég get þessvegna náð þessum 5 kg. aftur á einum degi. sem þýðir það að ég verð að hætta að eilífu. ég öfunda fólk sem getur étið og étið og étið án þess að fitna um eitt helvítis gramm!!!! ég á vin sem td. lifir á pizzum og ölbylgjufæði og borðar nammi eins og honum sé borgað fyrir það og stingur aldrei hollum mat inn fyrir sínar varir, og hann er eins og hrífuskat í laginu! afhverju get ég ekki verið þannig? ég hef verið að hugsa um það að fara í magaminkun, afþví að ég er Alltaf svangur. ég man ekki síðast hvenær ég varð saddur, ég er alltaf svangur. vet einhver hvað svona magaminkun kostar? eða hvar maður getur kynt sér hana?
this is it.