skellti mér í ræktina og búinn að vera í henni í ca viku, plannið er að fara 5x í viku.

ég er 183cm.. um 104kg. stefni á að losna við 14kg á 2 og hálfum mán, held að það sé ekkert óraunhæft.

ég byrja á hlaupabrettinu, hleyp í einhverjar 15 min og tek skokk i 15min.. samtals 30min þarna 5x í viku.

svo stekk ég bara í hin og þessi tæki, yfirleitt 15-20 æfingar í hverju tæki, þannig að ég er að taka fyrir hvern einasta vöðva í líkamanum.

er ég að gera of mikið?.. finnst ég eiga helling inni eftir þetta allt, ætti að vera hin besta leið til að brenna hratt ekki satt?
snjóruðningstækið: mmc 3000 gt my95