Þannig er mál með vexti að ég er að reyna að byggja upp hámarks þol og vöxt á vöðvum og semsagt þyngjast.

Ég er að nota þetta lyftingarprógram:

http://www.muscleandstrength.com/workouts/dougs-4-day-split-workout.html

Hefur allveg verið að virka fínt fyrir mig undanfarnar vikur.

En ég var að spá í að bæta við hlaupi, og kannski armbeygjum/magaæfingum/bakæfingum við þetta prógram til að ná hámarks þoli og uppbyggingu.

Gott væri að fá ykkar álit á þessum breytingum og kannski að þið gætuð sagt mér hversu miklu ég gæti bætt við af þessu og á hvaða dögum.