Sælir Hugarar.

Ég er ung stúlka, búsett erlendis.
Núna er ég að vinna í breyttu líferni, seinustu tveir-þrír mánuðir hafa farið í að breyta matarræðinu sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Núna forðast ég sætmeti, gos og feitar vörur. Borða hinsvegar mikið af fersku grænmeti og ávöxtum ásamt hvítu kjöti. Bara á þessum tveimur mánuðum hef ég tapað þremur kílóum (er nú 62kg, 170cm).

Matarræðið gengur eins og í sögu, ég finn örsjaldan fyrir löngun í “bannmetið” og er þá fljót að koma henni í burtu. Engu að síður hef ég áhuga á að bæta hreyfingu inn í þennan breytta lífstíl. Er í svolitlum grenningarhugleiðingum, væri ágætt að tapa þremur-fjórum kílóum til viðbótar. Vandamálið er að ég hef ekkert alltof mikinn tíma til líkamsræktar, er bæði í vinnu og skóla.

Sambýlingur minn hefur af mikilli góðmennsku boðist til að sparka mér fram úr 20 mínútum fyrr á morgnana til að ég geti sippað og tekið nokkrar æfingar á róðravélinni. Einnig get ég farið út að skokka 2-4 sinnum í viku, 6-7km í senn.

Nú spyr ég ykkur hverju ég get bætt inn í þetta plan mitt, einhverju raunhæfu sem stelur ekki of miklum tíma. Spyr líka af forvitni, hversu langan tíma ætti það að taka mig að komast að markmiðinu mínu (58-59kg) ef að ég fylgi planinu vel?

Bestu kveðjur,
Magzol