Ok, ég var að byrja að taka kreatín aftur eftir langt hlé og byrjaði að hlaða eins og það kallast víst í bransanum, skellti þessu í mig tvisvar á dag en svo fokkaði ég fjórða deginum upp og tók bara einn skammt. Ég ætlaði að redda þessu með því að framlengja hleðslutímabilið bara um einn dag en svo var ég að vinna þann dag og næsta þannig að ég gleymdi þessu alveg og hélt bara mínu striki einu sinni á dag.

Þess vegna langar mig að spyrja ykkur sem vonandi hafið eitthvað vit á þessu, amk einhver. Er allt í fokki eða er ég bara góður?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _