Sælir kappar.
Ég var að spá hvað þið hin fenguð ykkur fyrir og eftir æfingar.
Í gegnum tíðina hef ég reynt misjafnar leiðir til að ná sem mestri orku í gegnum mataræðið, og ég tel mig á nokkuð góðri leið núna.

Klukkutíma fyrir æfingu þá fæ ég mér annaðhvort 4 dl af hafragraut eða 2 pakka af núðlum, ásamt einni skeið af glutamini.
Þegar nær kemur að æfingu ( svona 10-15 min fyrir ) þá drita ég niður einu epli fyrir einföldu orkuna handa líkamanum.
Ég er vanalega 1,5-2,5 klst á lyftingaræfingu, 5-7 sinnum í viku.
Beint eftir æfingu fæ ég mér svo annað epli, banana og stundum hálfan gatorade ( til að hlaða aftur upp glykogeninu ).
Hálftíma eftyr glykogen hleðsluna fæ ég mér svo 40-50 g af myspróteini.
Þetta hefur gagnast mér mjög vel, og ég held ég hafi sjaldan verið orkumeiri á æfingum.

Hvað gerið þið hin hérna, eruði með uppástungu að betra mataræði fyrir og eftir æfingar, eða kannski að þetta jafnvel gefi ykkur ráð :)