Ég er töluvert aktívur sem íþróttamaður. Æfi körfubolta 4x í viku með skólanum og lyfti 2-3 í viku ofan á það.

En síðan ég byrjaði í skólanum á þessu ári hef ég verið að taka inn prótein þegar ég lyfti. Hef séð árangur, þrátt fyrir smá óvissu í sambandi við inntöku. Ég las að það væri best að taka prótein inn eftir æfingar, og einnig gott svona 2 tímum fyrir æfingar fyrir aukna orku, en ég hef fengið svo mikið af mismunandi upplýsingum að ég ákvað að spyrja:

Hvenær er best að taka það? Á morgnana, fyrir æfingar, eftir æfingar, eða kannski bara öll ofannefnd?