Jæja þá er maður að fara reyna að pumpa utan á sig einhverjum vöðvum…. og nokkur ráð væri vel þegin …
Ég er 16 ára, hár og grannur og langar að bæta utan á mig vöðvum/massa.
Ég er nú þegar kominn með Dollu af kreatíni sem er tilbúin að tæmast fyrir erfiðin en mig vantar einhverskonar ráð/prógram/aðferðir til að ná sem bestum árangri með þetta allt saman…

Ég stefni á að fara 3svar í viku í ræktina og þá bara til að lyfta og gera þrekæfingar en málið er að ég veit ekkert hvernig ég á að fara að þessu … hversu þungt maður á að pumpa, hversu oft , hve lengi hverju sinni í tækjunum/lóðunum, á ég að skipta vöðvahópunum niður á daga eða gera allt hverju sinni, er alveg nauðsynlegt að taka kreatínið fyrir hvern tíma og breytir miklu að taka það á réttum tíma fyrir tímana… ráðleggingar með matarræði væru líka frábærar.

Væri mjög gaman að fá öflugt svar frá fólki sem veit virkilega um hvað það er að tala eins og t.d hbriem :)

Með fyrirfram þökk. =)