Hæ ég ætla að nöldra smá,
en ég var að spá í að fá mér einkaþjálfara og svona, fara að gera e-ð af viti.
Svo ég checkaði í technosport því það er hinum megin við götuna þar sem ég vinn, þannig eftir vinnu þá get ég skotist þangað, þægilegt og svona…
En einkaþjálfari fyrir 1 mánuð kostar 30.000 kr.!

Finnst ykkur þetta ekkert dýrt?! Ég gæti sætt mig við 11.000-20.000 en 30.000? shiiiit vá
Nei ég meina, hann mætir a.m.k. 3x í viku og leiðbeinir manni og gerir matar- og æfingaplön og fær 30.000 á mán. fyrir einstakling.

Æi, mér finnst þetta dýrt veit ekki með ykkur, en ég varð því miður að skrifa smá nöldur um þetta, commentið að vild og komið með ykkar skoðun. Þessvegna skítköst…

P.s. veit einhver um “ódýrari” einkaþjálfara sem gerir það sama nema bara fyrir minna?
Ef þið mælið með einhverjum þá endilega láta vita líka af því :)
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.