Hvað þarf maður eigilega að vera langt leiddur eða bara illa haldinn til að fara í meðferð?? þetta er spurning sem ég vil fá svar við! ég er alls ekkert að setja útá fólk sem þarf á því að halda að fara í meðferðir og slíkt.. ég er bara forvitin að vita því að fyrrverandi kærastinn minn er núna í meðferð (hann er 18 ára gamall) .. hann drakk um hverja einustu helgi og var farinn að drekka á virkum kvöldum og byrjaður að mæta í vinnuna grúttimbraður eða jafnvel ennþá “íðí” .. hann var búinn með mánaðalaunin sín (rúm 100.000 kr.) 2. október og 4. nóvember! og hann fær sko útborgað 1. hvers mánaðar.. og hann bara fór inn á klámbúllu á miðvikudags eða þriðjudagskvöldi og datt íða og gjörsamlega straujaði kortið sitt þangað til hann átti ekki aur inná því.. pæliði í þessu! 18 ára gaur.. þetta er ekki rétt.. og ég var líka farin að hafa virkilegar áhyggjur af honum!! en svo kom hann í heimsókn til mín til að segja mér að hann væri að fara suður í meðferð.. ekki af því að mamma hans eða einhver annar sagði honum að gera það.. heldur af því að hann sá að þetta var farið að ganga útí öfgar og hann sá að hann þurfti á hjálp að halda! og ég var svo stolt af honum að þið trúið því ekki :) hann sagði mér að hann hefði líka gert þetta til að enda ekki eins og afi sinn og amma.. þau eru sko bæði alkar.. búin að fara í meðferð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og falla.. og drekka enn þann dag í dag mjög mikið.. og það fer ekkert smá í taugarnar á honum og bara pabba hans og öllum í kringum þau.. þetta er ekkert smá erfitt að þurfa að umgangast svona fólk. samt hef ég ekki lent í því.. en hann er búinn að segja mér alveg allt sem hann er að hugsa og svona og hann bara vill ekki enda þannig og leitaði sér því hjálpar.. svo hringdi hann í mig í síðustu viku og var að segja mér hvernig gengi og svona.. og það var bara allt í góðu.. sem betur fer.. þá var hann búinn að vera edrú í 21 dag eða 3 vikur samfleytt og var bara virkilega ánægður með það! og ég líka og örugglega allir sem þekkja hann. og það er bara ekkert smá gott bæði fyrir hann og þá sem þurfa að umgangast hann! ég ætla bara rétt að vona að hann standi sig.. og ég veit vel að hann getur það alveg ef hann bara virkilega vill það!
ég verð allavega ekkert of ánægð með hann ef hann fellur svo á þessu og bara fer aftur að drekka um leið og hann sleppur..
ég bara held í vonina fyrir hans hönd og annara :)

Kveðja

GIZ