Það er mikilvægt fyrir okkur öll að hafa góða heilsu, og í dag spáir fólk mikið í mataræði, hreyfingu og þess háttar, sem er að sjálfsögðu gott mál. Sjálf stunda ég líkamsrækt og reyni eftir bestu getu að borða hollan mat. Það sem mér finnst hins vegar vera svolítið áberandi er það að í dag er eins og matur sé orðinn einhvað eitur sem má bara ekki láta inn fyrir varirnar. (og þá sérstaklega hvað viðkemur kvennfólki). Ég þekki td konur sem eru sífellt að agnúast útí mat. Verð að passa línurnar, má ekki borða meira í dag, nú eru það bara grænmeti osfrv. Sumar, sem eru jafnvel þveng mjóar og hamast í líkamsrækt(en líkamsræktin getur líka orðið óhóflega mikil) borða kanski eina kjallarabollu á dag og drekka svo bara vatn! Málið er að til þess að geta verið við góða heilsu þarf maður að borða. Matur er ekkert eitur, heldur er það málið að borða holla og góða fæðu og hreyfa sig. Það er allt í lagi að borða sætindi öðru hvoru. Líkaminn þarfnast líka sykurs og fitu, bara í hóflegu magni. Maður á ekki að vera að fara í einhverja megrunarkúra, halda þetta út í einhverjar vikur og springa svo afþví að löngunin er orðin svo mikil í sætindi. Þá er betra að leifa sér að borða eitthvað sætt þegar manni langar í, í staðin fyrir það að neita sér alltaf um allt og síðan einn góðann veðurdag þá fer allt til fjandans!
Mér finnst fólk vellta sér allt of mikið uppúr því að mega ekki borða þetta og hitt í staðin fyrir þess að reyna að njóta þess að borða holla fæðu og líða vel í staðinn. Manni getur ekki liðið vel ef maður er alltaf eitthvað að pirrast útí hitt og þetta og er jafnvel ósáttur við sjálfan sig. Við þurfum að borða til þess að lifa, málið er bara að borða hollan mat, og sætindi í hófi. Það er allt í lagi.