Minn árangur Fyrir tæpum 2 árum síðan ákvað ég að taka á mínum málum. Ég hafði alltaf verið yfir mörkum offitu alveg síðan ég man eftir mér og var kominn með nóg af því.
Ég byrjaði að borða hollara og hreyfa mig meira - í byrjun gekk þetta hægt en gekk þó því ég hafði mjög takmarkaða þekkingu á hvað væri hollt og hvernig ég ætti að haga mér í þessu.
Það var ekki fyrr en fyrir þónokkrum mánuðum síðan að ég rakst á www.bodybuilding.com og spjallborðið þar kenndi mér nokkrun veginn allt sem ég þurfti að vita um matarræði og lyftingar (sem ég hafði ekkert stundað upp að því).
Í ársbyrjun steig ég svo enn frekar upp og hef náð betri árangur en nokkru sinni síðan þá, það eina sem ég breytti var þó bara að ég las bók um markmið og hugsunarhátt og ákvað að slá til og skrifaði niður markmið og fór að hugsa jákvæðara - hafði alltaf jaðrað við þunglyndi síðan í barnæsku , mestan part vegna þyngdar minnar og skorts á sjálfstrausti. Síðan ég hóf átakið í mars 2006 hef ég að eigin mati náð góðum árangri þótt langt sé í land með að ná markmiðum mínum - fyrsta sinn núna nýlega sem ég sé móta fyrir kviðvöðvunum og það er hrikalegur drifkraftur.
Myndin var tekin núna rétt áðan, á enga mynd af mér fyrir átakið í tölvunni en bráðlega skal ég senda hana inn.
Í byrjun átaksins var ég 14 ára , 165 cm og rétt um 90 kg og leið hræðilega - sjálfstraustið í lágmarki en í dag 29.Júní er ég 16 ára , 183 cm og 79 kg og líður miklu betur með sjálfan mig og ætla mér fyrir 29.Júní 2009 að vera kominn niður fyrir 10% líkamsfitu. Það verður erfitt að ná því og langt er í land en maður á alltaf að setja sér háleit og krefjandi markmið :)


Vona að ég hafi hjálpað einhverjum sem er í baráttunni við aukakílóin, getið sent mér skilaboð ef ykkur langar að vita eitthvað meira.

kær kveðja , Íva