Já nú er sumarið að ganga í garð og allir fara að fækka fötum. Þá er tilvalið að bara í ræktina og brenna smá. En hvar á maður að byrja og hvernig? Að skera sig niður er ekki það mikið mál í raun og veru. Hérna koma nokkur skref um hvernig á að fara að þessu.

1. Farðu á brettið eða hjólið eða út að skokka ÁÐUR en þú borðar morgunmat. Þetta er pottþétt áhrifamesta og mikilvægasta ráðið til að brenna þá fitu sem er ekki velkomin. með því að fara út að skokka eða á brettið fyrsta á morgnana hefur þau áhrif að maður brennir 300% meiri fitu en nokkurn tímann yfir daginn! Þegar maður vaknar þá hefur maður enga orku er það ekki? Það er vegna þess að maður hefur ekki fengið sér nein kolvetni í svona 8 tíma (fer eftir hvenær þú fórst að sofa) Þá neyðist líkaminn til þess að nota fituna á líkamanum sem orku.

2. Núna ertu byrjaður/byrjuð að brenna fitu af líkamanum en hvernig ertu viss um að það komi ekki meiri svokölluð óvelkomin fita. Fyrsta skrefið við að finna rétt mataræði er að finna út hvað líkaminn brennir mörgum kaloríum á hverjum degi. Það er auðveldlega gert hér: http://www.bodybuilding.com/fun/bbprotein.htm.
(kann ekki að ‘hyperlinka’ því miður)

3. Svo mæli ég með því að þið lyftið líka og það eykur náttúrulega brennsluna og svo ættuð þið kannski að finna eitthvað fitubrennsluefni til að gefa ykkur aukna orku. persónulega finnst mér Sportþrennan frá Lýsi vera að gera sig. Það er L-Carnatine í því sem er talið hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu vöðva sem og sérstaka eiginleika til fitubrennslu.

Ég tók mest af þessu úr grein sem Ryan Swan skrifaði á slóðinni: http://www.teenbodybuilding.com/ryanswan2.htm
en ég bætti nokkrum punktum við sem mér fannst að ættu að koma fram.
Endilega lesa þessa grein ef þið viljið fræðast meira um þetta.
<Sui88> 67% of girls are stupid