Máilið er, vissulega er eiturlyf óholl og jafnvel varasöm þegar við erum að tala um þessi hörðu eins og t.d. áfengi, heróín og kókaín. Ekki skilja þessa staðhæfingu samt sem svo að hin séu holl.

Vandamálið er, hvað gerir ólöglegu fíkniefnin svona varasöm og varasamari en áfengi og sígarettur? Ekkert dettur mér í hug nema þá kannski það að: Þau fíkniefni sem eru ólögleg eru á mjög háu verði, þetta háa verð fer ekki í tekjujöfnun eins og hátt verð á t.d. bensíni og áfengi. Ríkið sér aldrei neitt af þessum peningum heldur fara þeir í að fita þegar yfirfulla vasa innflytjandans. Það fólk sem lendir í að verða háð þessum ólöglegu efnum þurfa því að fela neyzluna eins og þeir geta sloppið við fangelsið í bili. Þeir verða peningaþurfi og þurfa því að fremja fleiri glæpi en neyzluna eina og sér til þess að framfleyta fíkninni. Fólkið er orðið ofsahrætt við handrukkarann sem bankar á síðkvöldum, við lögregluna sem er alltaf á hælunum á því og svo við það að verða ekki ,,Exposed to their own piers and family" svo maður verði pínu háfleigur.

Er það ásættanlegt að ástandið sé svona? Að fólk sem leiðist út í neyzlu þurfi í alvöru að lifa í ótta við lögreglu og glæpamenn með engin meðferðarúrræði því þá þarf að koma út úr skugganum. Svo er það fólk sem keðjureykir og er dagdrykkjumenn sem geta gengið sposkir um göturnar án þess að þurfa að upplifa niðurlægingu neytandans og geta svo leitað sér meðferðarúrræða ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Er þetta svona? Þurfum við að sjá á eftir æsku landsins kjósi hún einhver önnur vímuefni en sígarettur og áfengi? Á fólk ekki að hafa val um vímuefni sem það kaupir sér inn fyrir innunna peninga? Er það bara brennivín og sígarettur sem má drepa sig hægt með? Erum við svo vitlaus að við höldum í alvörunni að vandamálin hverfi ef við bönnum þau? Þannig að ef við bönnum vímuefni þá hverfa vandamálin? Ég get sagt ykkur það, að banna flest fíkniefni er bara gert í pólitískum tilgangi svo að húsmæður í vesturbænum setji sinn kross við réttan bókstaf og sofi rólegar.

Þetta er engin lausn, dílerinn með sinn sand af seðlum hlær framan í íslensku þjóðina, framan í íslenska stoltið. Lögleiðum fíkniefni og stuðlum að minni glæpum, meira réttlæti, meira frelsi og til að kippa fótunum undan undirheimunum en þeir nærast á fíkniefnagróða.