Það er slæmt til þess að vita að engar opinberar áróðursherferðir gegn áfengi eru í gangi af hálfu hins opinbera, þótt alls konar vandamál tengd ofneyslu þess s.s. drukknir ökumenn, og ofbeldiverk undir áhrifum áfengis séu nær daglegt fréttaefni fjölmiðlanna.

Afleiðingar ofneyslu áfengis félagslega og heilbrigðislega, eru stórkostlegar í okkar samfélagi þótt meðferðaraðilar til handa alkóhólistum vinni gífurlegt starf.

Það er ekki aðeins að ofneytendur áfengis, fækki virkum heilafrumum í réttu samræmi við neyslu á hverjum tíma, heldur kann slíkt einnig að leiða til þess að viðkomandi sé hvorki fær um að sjá sér eða sínum farborða og því slitna fjölskyldur í sundur og ofneytendum er útskúfað úr fjölskyldum þar sem samfélagið kann jafnvel að þurfa að takast á greiðslu þeirra t.d á forsjá barna.

Lengdur opnunartími skemmtistaða held ég að hafi ekki bætt vanda þeirra er eiga við ofneyslu slíka að stríða, heldur þvert á móti fært vandamál þessi betur fyrir augu okkar.

Ég tel að hið opinbera þurfi að taka verulega á hvað varðar áróður gegn áfengisdrykkju hvort sem um er að ræða bjór eða annað áfengi, því þótt bann við áfengisauglýsingum sé í gildi er það eins og að skvetta vatni á gæs í áfengismenningu, einkum og sér í lagi bjórdrykkju landsmanna, þar sem börn eru
oft og iðulega áhorfendur á hvers konar samkomum.