Sterar stytta líf! Það fylgja ýmsar aukaverkanir því að taka anabolíska stera. Einn
frekar hvimleiður fylgifiskur er að ævin styttist. Áhrif þess að
gefa karlkyns músum stera voru rannsökuð með því að gefa þeim
blöndu fjögurra anabolískra stera í sex mánuði. Skammtarnir
jafngiltu því sem sumir íþróttamenn og vaxtarræktarmenn taka
Sterarnir sem mýsnar fengu voru testosterone, testosterone
cypionate í sprautuformi og methyltestosterone og norethandrolone
sem hvorttveggja eru 17-alpha sterar í töfluformi. Sterarnir voru
gefnir í 5 og 20 földu eðlilegu androgenmagni fyrir mýs. Ári eftir
að hafa fengið sterana, þegar mýsnar voru 20 mánaða gamlar sem
þykir nokkuð gamalt fyrir mýs voru 52% músanna sem fengu 20 faldan
skammt af sterum dauðar, 35% þeirra sem fengu 5 faldan skammt voru
dauðar en einungis 12% þeirra sem fengu enga stera voru dauðar.
Þegar mýsnar voru krufðar kom oftar en ekki í ljós að þær voru með
lifrar- og nýrnaæxli, hjartaskemmdir og ýmsar aðrar skemmdir á
innyflum.
Niðurstaða vísindamannana var “að lífsskeið músa styttist verulega
með því að gefa þeim í sex mánuði sambærilegan skammt af sterum og
margir íþrótta- og vaxtarræktarmenn taka.”

Er einhver sem notar stera hér á þessu svæði og er hann orðinn
hræddur við að drepast fyrr en aðrir.